Vefur Skagfirðingafélagsins uppfærður

Vefur Skagfirðingafélagsins hefur verið uppfærður, en hann er á slóðinni skagfirdingafelagid.is. Það er Björn Jóhann Björnsson blaðamaður á Morgunblaðinu, brottfluttur Sauðkrækingur og höfundur Skagfirskra skemmtisagna, sem hefur tekið að sér að sjá um vefinn.

Að sögn Björns Jóhanns verður reynt að setja þar inn eitthvað skagfirskt og skemmtilegt, og er m.a. þegar búið að boða til þorrablóts félagsins sem verður 14. febrúar nk. Eru Skagfirðingar nær og fjær hvattir til að fylgjast með vefnum og senda inn ábendingar um efni.

Fleiri fréttir