Vegir að opnast hver af öðrum

Nú þegar klukkuna vantar stundarfjórðung í ellefu eru flestar leiðir færar um sunnanvert landið en enn ófært á nokkrum fjallvegum á Norðurlandi en unnið að hreinsun. Holtavörðuheiðin er opin en Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði lokuð.

Suðvesturland: Flestar leiðir orðnar færar en ennþá er lokað á Lyngdalsheiði.
Mosfellsheiði: Vegurinn er opinn.
Vesturland: Hálka eða hálkublettir á vegum og einhver skafrenningur.
Brattabrekka: Vegurinn er opinn en þar er hálka og skafrenningur.

Holtavörðuheiði: Vegurinn er opinn.
Norðurland: Láglendisvegir eru að opnast en ennþá ófært eða lokað á flestum fjallvegum. Unnið er að hreinsun.
Vatnsskarð: Vegurinn er lokaður en unnið að hreinsun.
Þverárfjall: Vegurinn er lokaður.
Siglufjarðarvegur: Lokað er milli Ketiláss og Siglufjarðar vegna snjóflóðahættu og ófærðar. 

Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður en unnið að hreinsun. Þar er mikill snjór og tekur töluverðan tíma að opna.
Ólafsfjarðarmúli: Vegurinn er lokaður.
Víkurskarð: Vegurinn er lokaður.

Norðausturland: Nú eru flestar aðalleiðir færar en þó er ófært enn í Ljósavatnsskarði og unnið að hreinsun.
Möðrudalsöræfi: Vegurinn er orðin fær yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir