Vegna veðurs eru nokkur sæti laus á Jónana tvo
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
12.11.2010
kl. 13.30
Sýningar Leikfélag Sauðárkróks á bræðrunum Jóni Oddi og Jóni Bjarna hafa tekist vel og í kvöld var auglýst að væri uppselt. Leikfélaginu barst afbókun frá skólahópi úr Húnavatnssýslu sem ætlaði að að koma en vegna veðurs varð að fresta því.
Vegna þessa eru nokkrir miðar til fyrir áhugasama og geta þeir nálgast þá í Kompunni. Bætt hefur verið við annarri aukassýningu á Jóni Oddi og Jóni Bjarna á sunnudaginn 14. nóvember kl. 16:30 en það verður allra síðasta sýningin.
Örfáir miðar eru eftir á fyrri aukasýninguna á laugardaginn kl. 14. Sjá nánar á vef LS.