Vegur lokaður vegna umferðarslyss við Stóru-Giljá

Mynd frá vettvangi umferðarslyss sem var við Stóru-Giljá fyrir stundu. Aðsend mynd.
Mynd frá vettvangi umferðarslyss sem var við Stóru-Giljá fyrir stundu. Aðsend mynd.

Fyrir skömmu varð umferðarslys við bæinn Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu er tveir bílar er komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. Ekki var vitað um líðan farþega er Feykir hafði samband við Neyðarlínuna.

Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi og er verið að hlúa að farþegum. Þjóðvegur 1 er lokaður við Stóru Giljá vegna þessa.

Uppfært klukkan 16:15.
Mbl.is greinir frá því að sex hafi verið í bílunum tveimur og voru allir fluttir til skoðunar. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu á Blönduósi og mun flytja þrjá á Landspítalann.

Fleiri fréttir