Veiði og skotvopn gerð upptæk

Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla veiðimenn til þess að gæta þess að hafa öll leyfi, hver sem þau eru, í lagi. Mynd af Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla veiðimenn til þess að gæta þess að hafa öll leyfi, hver sem þau eru, í lagi. Mynd af Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Tveir rjúpnaveiðimenn á Norðurlandi vestra þurftu að sjá á bak veiði sinni og skotvopnum er þeir komu af veiðum um síðastliðna helgi þar sem þeir höfðu ekki gild veiðikort til að framvísa til lögreglu. Lögreglan á Norðurlandi vestra heldur uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum og ræddi um síðustu helgi við marga veiðimenn og athugaði með réttindi þeirra, skotvopn o.fl. að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla veiðimenn til þess að gæta þess að hafa öll leyfi, hver sem þau eru, í lagi og minnir á að samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum kveða á um að allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rottum, músum og minkum, skuli afla sér veiðikorts gegn gjaldi. Skal korthafi ætíð bera kortið á sér við veiðar og framvísa því ef óskað er. Brot á lögum þessum geta varðað sektum eða fangesi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir