Veitustjóri ráðinn hjá Húnaþingi vestra
Þorsteinn Sigurjónsson rafmagnsverkfræðingur og MBA hefur verið ráðinn veitustjóri Húnaþings vestra. Tvær umsóknir bárust um stöðuna sem var auglýst til umsóknar fyrir skömmu í kjölfar breytinga á skipuriti sveitarfélagsins sem til komu vegna aukinna umsvifa hitaveitu og stækkunar hennar. Við breytingarnar var stofnað þriggja manna veituráð en starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs lagt niður og sérstakt starf veitustjóra stofnað.
Þorsteinn hefur langa og fjölbreytta starfsreynslu af sviði veitna. Hann hefur starfað sem sviðsstjóri veitusviðs hjá Fjarðabyggð frá árinu 2017. Áður starfaði hann m.a. sjálfstætt sem ráðgjafi á sviði raforku, hjá Orku náttúrunnar, Orkuveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, bæði sem stjórnandi og sérfræðingur.
Þorsteinn hefur störf 2. janúar 2019.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.