Vel heppnaðir afmælistónleikar Sóldísar

Fullt var út úr dyrum í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði í gær á 10 ára afmælistónleikum Kvennakórsins Sóldísar. Á þeim degi er markar upphaf góunnar, konudegi, hefur kórinn, allt frá stofnun, staðið á sviði Miðgarðs og sungið á tónleikum sem ávallt hafa verið vel sótti.

Á efnisskránni voru 18 lög og þrjú lög tekin aukalega í lokin enda kórnum klappað lof í lófa eftir frábæra tónleika. Flest laganna hefur kórinn tekið einhvern tímann áður á þessum áratug sem hann hefur verið starfandi og fór fram vinsældakosning meðal kórkvenna og þau sem flest atkvæðin fengu voru flutt nú. Önnur var kórinn að flytja í fyrsta sinn og eitt þeirra, Til kvenréttindafélagsins, vakti sérstaka athygli enda um frumflutning lagsins í Skagafirði að ræða en það er eftir Skagfirðinginn Eddu Björk Jónsdóttur, sem ættir sínar rekur í Fljótin. Í söngskrá stendur: „Í maí árið 2019 var frumflutt glænýtt kórverk fyrir kvennakór eftir Eddu Björk Jónsdóttur, ungt tónskáld, sem ættuð er úr Fljótunum, býr á Siglufirði og vinnur í Síldarminjasafninu. Ljóðið er eftir Ólínu Andrésdóttur sem orti það til Kvenréttindafélags Íslands. Ljóðið birtist í riti félagsins á 40 ára afmæli þess árið 1947. Ólína hvetur konur og

þakkar kvenréttindafélaginu fyrir baráttuna og vitnar í söguna í ljóðinu: ,,Talið er merki þróttar þrátt, það að vera sonur en landið hefur löngum átt, líka sterkar konur.“

HÉR má finna flutning kórsins á lagi Bjarkar sem finna má á Facebook-síðu kórsins og hér fyrir neðan er kórinn að syngja eitt af uppklappslögum sínum frá því í gær, Sjá dagar koma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir