Vel tókst til að slökkva sinueld á Króknum
feykir.is
Skagafjörður
27.04.2018
kl. 08.44
Slökkviliðið á Sauðárkróki var kallað út um miðjan dag í gær til að slökkva sinueld sem logaði framan í Nöfunum, ofan við gömlu rafstöðina yst í bænum. Að sögn Svavars Atla Birgissonar, slökkviliðsstjóra má rekja brunann til mannlegra athafna, eins og hann komst að orði.
Þar sem eldurinn logaði ofan við trjágróður, sem er talsverður í brekkunni, varð ekkert tjón á þeim gróðri. Svavar segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn og útbreiðslan hafi ekki orðið mikil, m.a. vegna hagstæðra veðuraðstæðna.
Hann segir ástæðu til að hvetja fólk til þess að fara varlega með eld í kringum þurran gróðurinn á þessum árstíma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.