Verðlaun veitt til þriggja nemenda Tónlistarskólans
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
27.05.2014
kl. 09.03
Við skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar í síðustu viku voru veitt verðlaun úr minningarsjóðum Jóns Björnssonar og Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur til þriggja nemenda skólans.
Samkvæmt vef Skagafjarðar hlaut Matthildur Kemp Guðnadóttir fiðlunemandi í framhaldsnámi verðlaun úr minningarsjóði Jóns Björnssonar tónskálds frá Hafsteinsstöðum fyrir góðan námsárangur. Eiður Guðvinsson stofnandi sjóðsins veitti henni verðlaunin. Einnig voru veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur úr minningarsjóði Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur frá Syðra-Vallholti en þau hlutu Vala Rún Stefánsdóttir píanónemandi í miðnámi og Linda Róbertsdóttir kontrabassanemandi í miðnámi.