Verðskrá sauðfjárafurða hækka hjá SAH

Hjá SAH Afurðum hefur verið tekin sú ákvörðun að hækka verðskrá sauðfjárafurða og er það gert í ljósi þess að kjör félagsins voru orðin nokkuð lakari heldur en annarra stærri sláturleyfishafa á landinu.

Einnig er hér brugðist við þeirri gagnrýni bænda að þrepun verðs hafi verið seint fram komin og hún verið of mikil. Því er þrepun nú aðeins fyrstu þrjár vikur sláturtíðar. Í viku 36, 37 og 38. Eftir það gildir eitt verð út sláturtímann og er það sama krónutala og í fyrra að frádregnu 39 kr. kg. geymslugjaldi, sem þó dregst ekki af fullorðnu fé, samkvæmt fréttavef félagsins.

Sem fyrr er val um staðgreiðslu á föstudegi eftir sláturviku, eða að fá 75% greitt þá og 25% 1. mars 2011. Þeir sem velja þann kost fá sem fyrr 4 kr.kg. álag greitt á öll innlögð kg. dilkakjöts og ærkjöts.

Með þessari aðgerð vonast stjórnendur og starfsmenn SAH Afurða til þess að sé komið verulega til móts við óskir bænda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir