Versnandi veður á Norðurlandi vestra
Á Norðvesturlandi er versnandi veður þar er komin stórhríð, hálka og éljagangur og lítið ferðaveður. Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli. Vaxandi veðurhæð er fram undir hádegi og víða 18-23 m/s yfir miðjan daginn.
Norðan 13-20 verður í kvöld og él, en heldur hægari á morgun. Frost 1 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan 10-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnanlands. Frost 2 til 8 stig.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10, en norðvestan 8-15 austast. Él NA-lands fyrripartinn, en allvíða síðdegis. Frost 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og snjókoma eða él, einkum sunnantil, en vaxandi norðaustanátt um kvöldið. Dregur talsvert úr frosti.
Á sunnudag:
Líkur á norðan stormi með ofankomu fyrir norðan, en úrkmulitlu veðri syðra. Frost 0 til 7 stig, mildast austantil.
Á mánudag:
Breytileg átt, fremur úrkomusamt og harðnandi frost, en dregur úr frosti SV-til um kvöldið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir ákveðna austanátt fyrir norðan, en vestlægari sunnantil. Snjókoma og sums staðar slydda, einkum syðst. Frost um mest allt land.