Víðast hálka eða hálkublettir

Vegir í Skagafirði eru flestir greiðfærir í dag en hálka á Þverárfjalli og hálka eða hálkublettir víðast hvar í Húnavatnssýslum. Vindur er hægur, hvassast 11 m/s á Blönduósi og 10 m/s á Vatnsskarði. Hitinn er á bilinu -1 til -5°.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurlands vestra, næsta sólarhringinn, er svohljóðandi: Sunnan 5-10 m/s og él, hægari og úrkomulítið á morgun. Frost 0 til 7 stig.

Fleiri fréttir