Viðbrögð við fjármalakreppu

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög samtakanna, Alþýðusamband Íslands og landssambönd þess ásamt Viðskiptaráði Íslands fylgjast náið með afleiðingum fjármálakreppunnar á fólk og fyrirtæki.

Sérstakur vinnuhópur hefur safnað upplýsingum um stöðu mála undanfarnar vikur og leitað lausna á vandamálum sem upp hafa komið. Náið samráð hefur verið haft við fulltrúa ríkisstjórnar, sveitarfélög og ýmsar stofnanir.

Mjög mikilvægt er að fyrirtæki láti Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra fylgjast með því hvernig gengur að standast það álag sem ástandið hefur fyrir nánast allt atvinnulíf í landinu.

Umsjón með verkefninu af hálfu SA hafa Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur og Pétur Reimarsson, forstöðumaður.

Ábendingar og fyrirspurnir má senda á Hörð Vilberg á netfangið hordur@sa.is.
Samtök atvinnulífsins vilja einnig fá jákvæðar fréttir frá fólki og fyrirtækjum um það sem gengur vel.

Á siðunni má einnig finna upplýsingar um viðbrögð við fjármálakreppunni, m.a. vísun á fréttir af vef SA um málið og tengla á frekari upplýsingar aðildarfélaga, seðlabanka og stjórnvalda.

Fleiri fréttir