Viðbúnaðarstig komið í appelsínugult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Eins og sjá má er ekki viturlegt að leggja upp í langferð á Norðurlandi.
Eins og sjá má er ekki viturlegt að leggja upp í langferð á Norðurlandi.

Enn er vonskuveður um mestallt land og vegir víða ýmist ófærir eða lokaðir. Holtavörðuheiðin er ófær sem og fjallvegir á Norðurlandi, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hríðarveðri áfram, vindi víða 20-28 m/s, éljagangi og skafrenningi með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Skólahald í leik- og grunnskólum fellur niður í Varmahlíð, á Hólum og Hofsósi og jafnframt verða sundlaugar og íþróttahús á sömu stöðum lokuð. 
Enginn skólaakstur verður í dag í Grunnskóla Húnaþings vestra vegna veðurspár en samkvæmt heimasíðu skólans var stefnt á að hafa skólann opinn og skólahald fellur niður í Húnavallaskóla.

Appelsínugul viðvörun  vegna veðurs: Breiðafjörður, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra

RARIK aftur í viðbragðsstöðu vegna slæmrar veðurspár
Búist er við slæmu veðri víðast hvar á landinu fram á fimmtudagskvöld og segir á heimasíðu RARIK að veðrið geti valdið usla þangað til og þar með miklar líkur á að veðrið geti haft áhrif á afhendingu rafmagns þar sem hætta er á eldingum, seltu og ísingu.

Þau landssvæði sem líklegast er að verði fyrir truflunum eru Suðurland, Vesturland og Norðurland vestra. RARIK er í viðbragðsstöðu til að bregðast við hugsanlegum bilunum á dreifikerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir