Viðhaldi Safnahúss Skagfirðinga ábótavant
Ástand Safnahúss Skagfirðinga og aðgengismál á bókasafni eru óviðunandi að mati menningar- og kynningarnefndar svf. Skagafjarðar. Guðmundur Þór Guðmundsson frá tæknideild sveitarfélagsins segir að brýn þörf sé á því að húsið verði endurbætt til að tryggja öryggi þeirra bóka og skjala sem varðveitt er í húsinu.
Á fundi nefndarinnar sem haldinn var í gær kom fram að mikilvægt væri að bæta úr aðgengismálum bókasafnsins en þau eru óviðunnandi þar sem safnið er á annarri hæð og engin lyfta í húsinu.
Nefndin beinir því til Eignasjóðs sveitarfélagsins að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir breytingar á húsinu sem hefðu það að markmiði að bókasafnið yrði fært niður á jarðhæð og skjalasafnið upp á aðra hæð, um leið og nauðsynlegir viðhaldsliðir eins og gluggar, lagnir og brunavarnarkerfi verði tekið til athugunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.