Víðudalstunguheiði loksins opin fyrir umferð

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð og að í sumar hafi þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir.
Vegfarendum er bent á að einstaka kaflar eru leiðinlega mjúkir enn og að fara skili með gát, sérstaklega ef vætutíð verði áfram. Þá kemur fram að sveitarfélagið eigi og reki fimm gangnamannaskála á Víðidalstunguheiði sem leigðir eru út til gistingar.

Júlíus Guðni Antonsson sér um bókanir og þjónustu við skálana. Sími hans er 865 8177.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir