Viðurkenning fyrirmyndarverkefna

Gísli Felix (2. f.h.) í góðum félagsskap þegar veittar voru viðurkenningar fyrir lokaverkefni sín. Mynd: fritiminn.is.
Gísli Felix (2. f.h.) í góðum félagsskap þegar veittar voru viðurkenningar fyrir lokaverkefni sín. Mynd: fritiminn.is.

Skagfirðingurinn Gísli Felix Ragnarsson var á meðal þriggja nýútskrifaðra tómstunda- og félagsmálafræðinga sem hlutu viðurkenningu frá formönnum Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017.

Gísli Felix fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Við eigum öll að vera að gera vel – Reynsla og upplifun forstöðumanna af gæðamati félagsmiðstöðva. Umsögn dómnefndar var eftirfarandi:

Mjög vandað verkefni og vinnubrögð öll, hvort sem um er að ræða heimildarvinnu, umfjöllun eða úrvinnslu. Málfar og flæði í texta er gott og verkefnið skrifað á mjög góðri íslensku. Mat á starfi félagsmiðstöðva er nýtt af nálinni og mikilvægt að rýna í viðhorf og áhrif þess og sjá hvaða áhrif slíkt mat hefur á framþróun og fagmennsku. Verkefnið gefur góða innsýn í upplifun og viðhorf forstöðumanna til matsvinnunnar sem hefur hagnýtt gildi fyrir þá sem eru að vinna með slíkt mat eða eru að huga að slíku mati. Verkefnið getur nýst sem vogarafl í viðræðum við yfirvöld um aukið fjármagn til starfsins til að tryggja gæði í félagsmiðstöðvastarfi.

Aðrir verðlaunahafar voru þau Anna Lilja Björnsdóttir og Ívar Orri Kristjánsson en þeirra verkefnið nefnist Þú átt í raun að hugsa um að rækta leiðtoga í sem flestum manneskjum – Áhrifavaldar leiðtoga í hópum.

Sjá nánar HÉR

Uppfært:
Feyki barst ábending um það að Anna Lilja Björnsdóttir sé einnig Skagfirðingur en amma hennar og nafna er dóttir Þorbjargar og Björns frá Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi.

Feykir óskar þessu flotta fólki til hamingju með árangurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir