Vígsla þjónustuborðs á Hólum
Á heimasíðu Háskólans á Hólum er sagt frá því að eftir mikla vinnu við endurskoðun á stoðþjónustu skólans varð niðurstaðan sú að til að auka gæði þjónustu og auðvelda aðgengi að henni, yrði sett upp svokallað þjónustuborð.
Þar eiga þeir sem starfa við stofnunina sem og aðrir að geta fengið þjónustu og/eða leiðbeiningar um hvaðeina sem þeir þarfnast.
Ákveðið var að setja þjónustuborðið upp í svonefndri Bláu stofu, sem áður hýsti Theodórsstofu en hún hefur nú sem kunnugt er verið flutt yfir í húsnæði Söguseturs íslenska hestsins. Þessi salarkynni henta einkar vel, enda fast við útidyr aðalbyggingar skólans.
Meðal annars sem fellur undir stafsemi á þjónustuborðinu, má nefna símsvörun og megnið af þeirri þjónustu sem áður fór fram á bókasafninu. Einnig hefur Ferðaþjónustan skrifstofuaðstöðu á sama stað. Þessi breyting hefur mælst vel fyrir og á starfsemi þjónustuborðsins vafalaust eftir að eflast enn frekar í framtíðinni.
Í gær, 16. nóvember, bauð starfsfólk þjónustuboðsins öðrum starfsmönnum skólans upp á kaffi og heimabakað í nýju vinnuaðstöðunni,