Vilja endurgreiðslu vegna refaveiða refa

Hreppsnefnd Húnavatnshrepps lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnvalda að gera ekki ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða á fjárlögum ársins 2011. Ítrekað verður nú vart við dýrbít um nánast allt land, ástæðan fyrir því er ekki nema ein, að mati hreppsnefndar en það er að gengið hefur svo á mófuglastofna og fleiri fuglategundir að æti vantar fyrir refinn.

-Þá er búfénaðurinn nærtækasta ætið, segir á heimasíðu Húnavatnshrepps en málið var tekið fyrir á síðasta hreppsnefndarfundi en þar segir ennfremur að við þetta verður ekki unað hvorki fyrir bændur né aðra þá sem bera hag íslenskrar náttúru fyrir brjósti.

Af gefnu tilefni fer hreppsnefnd Húnavatnshrepps fram á það að umhverfisráðherra og ríkistjórn Íslands endurskoði þá ákvörðun sína að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða í fjárlagafrumvarpi næsta árs, og veiti sveitarfélögum fjármagn til þessa málaflokks eins og verið hefur.

Fleiri fréttir