Vilja girðingar í viðunandi horf

Ábúendur og eigendur jarðanna Breiðavaðs, Björnólfsstaða, Ystagils og Miðgils hafa sent bæjarstjórn Blönduósbæjar áskorun þar sem ofangreindir ábúendur skora á bæjarstjórn Blönduósbæjar að sjá til þess að girðingum fjallmegin þjóðvegar 1 frá merkjum Miðgils og Engihlíðar og að merkjum Þorbrandsstaða og Geitaskarðs verði komið í viðeigandi horf svo fé leiti ekki stöðugt á vegsvæðið gegn um lönd þessara jarða.

Var bæjarstjóra falið að svara erindinu sem jafnframt var vísað til landbúnaðarnefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir