Vilja leikskólann opinn fimm daga vikunnar
Foreldrar í Fljótum hafa óskað eftir því að leikskólinn í Fljótum verði opinn 5 daga í viku en ekki 4 daga eins og nú er.
Samskonar erindi barst frá foreldrum til sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir einu ári en þá var ákveðið að lengja opnunartímann þessa 4 daga um eina klukkustund en ekki fjölga dögum. Fræðslunefnd Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum að að fresta afgreiðslu málsins þar til séð verður hver fjárhagsrammi málaflokksins verður við komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011.