Vilja upplýsingamiðstöð í bókasafnið

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps, þann 17. september sl., var tekin fyrir beiðni frá stjórn og forstöðumanni Héraðsbókasafns Austur-Húnvetninga, dagsett 3. september 2014, um að sett verði upp upplýsingamiðstöð í húsnæði bókasafnsins.

Erindið var lagt fram til kynningar en sveitarstjórn lítur jákvætt á tillögur stjórnar og forstöðumanns Héraðsbókasafns Austur-Húnvetninga. Var sveitarstjóra falið að kanna hug forsvarsmanna Blönduósbæjar til hugmyndarinnar.

Fleiri fréttir