Vilko hefur vinnslu og pökkun fyrir Ölgerðina

Frá undirritun samningsins. Mynd af Facebooksíðu Vilko.
Frá undirritun samningsins. Mynd af Facebooksíðu Vilko.

Nýlega undirrituðu Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko, og Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, samning um vinnslu og pökkun á nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina. Verkefni þessi munu skapa ný framtíðarstörf há Vilko og nýta þann vélakost sem Vilko hefur fjárfest í undanfarin ár að því er segir á Facebooksíðu Vilko og er hér um mjög jákvætt skref að ræða fyrir fyrirtækið. 

Hér eru um að ræða framleiðslu á olíu, kryddum, poppi ofl. „Forsvarsmenn beggja fyrirtækja eru samtaka um að auka þetta samstarf enn frekar á komandi mánuðum og árum sem er kærkomið fyrir atvinnulíf okkar hér á Norðulandi vestra. Þetta verkefni skapar ekki bara störf í Vilko heldur mun þetta fara hátt í að tvöfalda vörumagn sem við sendum frá okkur með flutningsfyrirtækjum auk þess sem vélar og tæki þarf að þjónusta og viðhalda,“ segir ennfremur á Facebooksíðu Vilko

Áætlað er framleiðsla hefjist fyrir áramót og að nýjar vélar komi í næstu viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir