Vilko hefur vinnslu og pökkun fyrir Ölgerðina
Nýlega undirrituðu Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko, og Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, samning um vinnslu og pökkun á nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina. Verkefni þessi munu skapa ný framtíðarstörf há Vilko og nýta þann vélakost sem Vilko hefur fjárfest í undanfarin ár að því er segir á Facebooksíðu Vilko og er hér um mjög jákvætt skref að ræða fyrir fyrirtækið.
Hér eru um að ræða framleiðslu á olíu, kryddum, poppi ofl. „Forsvarsmenn beggja fyrirtækja eru samtaka um að auka þetta samstarf enn frekar á komandi mánuðum og árum sem er kærkomið fyrir atvinnulíf okkar hér á Norðulandi vestra. Þetta verkefni skapar ekki bara störf í Vilko heldur mun þetta fara hátt í að tvöfalda vörumagn sem við sendum frá okkur með flutningsfyrirtækjum auk þess sem vélar og tæki þarf að þjónusta og viðhalda,“ segir ennfremur á Facebooksíðu Vilko.
Áætlað er framleiðsla hefjist fyrir áramót og að nýjar vélar komi í næstu viku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.