Vill binda kaup og kjör sveitastjóra við þingfarakaup
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra í sveitastjórn Skagafjarðar hefur lagt til að í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þeirrar hagræðingar sem boðuð er á rekstri er lagt að oddvitum meirihluta sveitarstjórnar að gæta hófs í samningum um kaup og kjör við nýjan sveitarstjóra.. Þá leggur Sigurjón til að laun nýs sveitarstjóra taki mið af þingfararkaupi alþingismanna
Lagði Sigurjón fram þessa bókun er meirihlutinn lagði ráðningu Ástu Pálmadóttur fram til staðfestingar í sveitastjórn. Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sátu hjá við ráðningu sveitastjóra og gáfu upp þá ástöðu að þarna væri verið að mótmæla vinnubrögðum meirihlutans í aðdraganda ráðningu Ástu.
Frjálslyndir greiddu atkvæði með ráðningu Ástu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.