Vill láta loka Þjóðmenningarhúsi í allt að tvö ár
Undir lok borgarafundar á Sauðárkróki í gærkvöld sló í brýnu milli Ólínu Þorvarðadóttur og fundarmanna er Ólína svaraði gagnrýni fundarmanna undir lok fundarins. Var Ólína reið og taldi ósanngjarnt að fundurinn færi að snúast um hennar persónu en nokkrir fundarmenn beindu orðum sínum til hennar eftir að hún hafði borið fundinum kveðju Guðbjarts Hannessonar.
Benti Ólína á að ekki væru það bara þingmenn sem þyrftu að snúa þessari þróun við heldur reyndi nú á heimamenn og forstöðumenn stofnanna. Uppskar Ólína mikið baul fundarmanna fyrir þessi orð en baulið varð líkt og olía á eld. Sagðist þingmaðurinn sjálf búa í litlu samfélagi og að hún hefði ríkan skilning á því hvað það þýðir, hún hefði fætt sitt fyrsta barn á litlu sjúkrahúsi. Var þingmaðurinn í mikilli geðshræringu og lá hátt rómur.
Þá sagði Ólína að nú þyrfti að finna nýjar matarholur og að sín vegna mætti loka stofnunum á borð við Þjóðmenningarhús sem væri að fá 100 milljónir á ári á fjárlögum á meðan ástandið væri eins og það er.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.