Vindheimamelar - Verslunarmannahelgin
Skagfirsku hestamannafélögin og Gullhylur ætla að halda stórmót um Verslunarmannahelgina. Um er að ræða opið mót og keppt verður í A og B fl. ungmenna, unglinga og barnaflokkum. Einnig verður keppt í tölti og skeiði og jafnvel fleiri greinum en það skýrist þegar nær dregur.
Ætlunin er að endurvekja gömlu góðu stemminguna á Vindheimamelum um Verslunarmannahelgina. Aðstaðan frábær fyrir hestafólk að koma og eyða helginni í Skagafirði og allt í toppstandi á Melunum eftir Landsmót.
Skagfirðingar hafa orðið varir við mikinn áhuga á þessu móti og það verða örugglega margar hestafjölskyldur sem eyða Verslunarmannahelginni í Skagafirði á komandi sumri.
Léttfeti, Stígandi og Svaði.