Vinningshafar í Happdrætti Styrktarsjóðs Húnvetninga

Dregið hefur verið til vinninga í Happdrætti Styrktarsjóðs Húnvetninga en sjóðurinn gefur út happdrættismiða sem seldir eru í sýslunni ásamt því að standa dansleik á hverju ári en hann var haldinn 22. október sl.

Fram kemur á vefmiðlinum huni.is að mikið fjölmenni var á dansleiknum þar sem hljómsveitin Von hélt uppi stuðinu ásamt Magna Ásgeirssyni.

Happdrættisvinningarnir voru 37 talsins og hægt er að vitja þeirra á skrifstofu Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi á opnunartíma og óskast þeir sóttir fyrir áramót. Listi yfir vinningshafa má finna hér í vinningaskránni.

Styrktarsjóðurinn þakkar frábærar viðtökur og segir stuðning allra vera sjóðnum ómetanlegur.

Fleiri fréttir