Vinnur Tindastóll sinn þriðja leik?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.10.2008
kl. 09.39
Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst að venju kl. 19:15. Stólarnir eru með tvo sigra eftir þrjá leiki, en Stjarnan einn eftir jafn marga leiki. Dómarar leiksins verða engir aðrir en Simmi og Jói.
Ben leikur sinn síðasta heimaleik fyrir Stólana, en hann er á heimleið eftir helgina. Helgi er kominn til baka eftir leikbann og því er Tindastóll með sinn sterkasta mannskap í kvöld.
Hópurinn í kvöld telur: Ísak, Svavar, Helga Rafn, Halla, Hreinsa, Sigga, Einar Bjarna, Tobba, Benna, Soren, Darrell og Ben.
Allir að mæta í Síkið og styðja við Tindastól í kvöld.