Vinnustofa í nýsköpun og gervigreind á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands, í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week standa fyrir vinnustofu í nýsköpun og gervigreind í Kvennaskólanum á Blönduósi 31. október klukkan 8:30-12:30. Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig styrkja má og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu.

Þá verða veitt hagnýt ráð um hvernig nýta má takmarkað fjármagn til að hámarka árangur, þar á meðal með notkun einfaldra gervigreindartóla til að spara tíma og auka skilvirkni.

Vinnustofan er öllum opin en skráning er nauðsynleg. Takmarkað sætaframboð. Skráning er á netfangið textilmidstod@textilmidstod.is

Fleiri fréttir