Vísindakaffi á Skagaströnd

Fræðasetur HÍ á Norðurlandi vestra og Rannís bjóða í Vísindakaffi í Kántrýbæ á Skagaströnd fimmtudaginn 23. september kl. 20-21:30. Dagskráin snýst um mikilvægi munnlegrar sögu og kynningu á verkefni Fræðasetursins á Skagaströnd.

Dagskrá

Rósa Þorsteinsdóttir: Gamall fróðleikur á nýju formi. Sagt frá þjóðfræðisafni Árnastofnunar og hvernig efni úr því er gert aðgengilegt, m.a. í gagnagrunninum Ísmús. Upptökurnar sem Rósa spilar úr segulbandasafninu eru frá Norðurlandi vestra. Rósa er þjóðfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Soffía Guðný Guðmundsdóttir: Samstarfsverkefni um stafrænt hljóðskjalasafn að frumkvæði Fræðasetursins. Sagt frá víðtæku samstarfi um varðveislu munnlegra heimilda og opinn aðgang að þeim á netinu. Samstarfsaðilar Fræðasetursins eru Ísmús/Músik og saga ehf., Tónlistarsafn Íslands, Miðstöð munnlegrar sögu, Árnastofnun og Landsbókasafn. Soffía er verkefnisstjóri samstarfsins.

Birna Björnsdóttir: Munnleg saga - áhugaverð leið til að læra sögu. Birna er kennari við Lindaskóla og hefur beitt aðferð munnlegrar sögu við kennslu þar. Hún segir frá aðferðinni og sýnir dæmi um nemendaverkefni.

Lára Magnúsardóttir: Viðfangsefni og framtíðarsýn á Fræðasetri HÍ á Skagaströnd.

Kaffispjall
Markmiðið með Vísindakaffi er að færa vísindin nær almenningi og kynna það rannsóknastarf sem stundað er í landinu á aðgengilegan hátt. VÍSINDAVAKA – stefnumót við vísindamenn verður Í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 24. September

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir