Vísindakaffi á Skagaströnd
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.09.2018
kl. 08.24
Næstkomandi laugardag ætlar Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum setursins að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Forstöðumaður setursins, dr. Vilhelm Vilhelmsson, mun taka á móti gestum og kynna það sem er á döfinni hjá setrinu.
Vilhelm mun einnig segja frá rannsóknum sínum á sögu íslenskrar alþýðu, frá Vesturheimsferðum og vistarbandi, glæpum og Grænlandsferðum og ýmsu öðru. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Rannís og er hluti af Vísindavöku Rannís 2018 og hefst klukkan 14.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.