Vistvæn hugsun á Hólum
feykir.is
Skagafjörður
17.11.2008
kl. 08.59
Á heimasíðu Háskólans á Hólum hefur verið settur linkur inná vefsíðuna samferda.net en hugmyndafræðin á bak við þá síðu er að fólk skrái sig inn bæði þeir sem geta boðið far svo og þeir sem eru í leit að fari.
Er bent á að nú sé því hægt að spyrjast fyrir um far til og frá Hólum á auðveldan hátt og jafnframt boðið far. Eru nemendur og íbúar hvattir til þess að notfæra sér síðuna og hugsa um leið vistvænt.