Vorboðarnir ljúfu
Tíðindamaður Feykis hefur orðið var við margskonar vorboða að undanförnu í blíðunni. Lóan er komin upp eftir og í gær rakst hann á annan vorboða, nefnilega golfara sem farnir eru á stjá. Í gær nutu börn og unglingar leiðsagnar reyndari kylfinga í fyrsta skiptið utandyra á þessu ári. Hópurinn hefur æft í reiðhöllinni í vetur en var eins og kýrnar á vorin, feginn að komast út undir bert loft og æfa sveifluna.