Vordísin og Fúsi í úrslit um bestu Lennon ábreiðuna
Sigurlaug Vordís og Fúsi Ben eru komin í 12 laga úrslit í keppni um bestu Lennon ábreiðuna á Rás 2 en kosið er á milli laganna þessa vikuna. úrslitin verða síðan kynnt í Popplandi föstudaginn 8. október.
Á heimasvæði Popplands segir “John Lennon fæddist 9. október árið 1940 og var myrtur 8. desember 1980. Í ár eru því 30 ár frá dauða hans í New York og 70 ár frá því að hann fæddist í Liverpool. Rás 2 minnist þessara tímamóta með Lennon koverlagakeppni. Fjölmörg lög bárust í keppnina og dómnefnd hefur nú valið 12 lög sem keppa til úrslita.
Flytjendur sigurlagsins fá kanadískan Seagull kassagítar frá Tónastöðinni, Project plötuspilara, Last vínylplötuhreinsi og vínylplötuna Imagine með John Lennon frá Hljómsýn.”
Lag þeirra má heyra hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.