Vortónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur tónleika í Hvammstangakirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 15:00. Stjórnandi Ólafur Rúnarsson og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Á dagskránni eru létt lög sem vonandi koma áheyrendum í sumarskap.

Söngnemendur úr Tónlistarskóla Húnaþings vestra koma einnig fram á tónleikunum. Veislukaffi í safnaðarheimilinu að loknum tónleikum. Aðgangseyrir kr. 2.500, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Verið velkomin og gleðjist með okkur. Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir