Zumba partý í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi

Um síðustu helgi var haldið heljarinnar ZUMBA danspartý í Íþróttahúsinu á Blönduósi. Um 50 konur á öllum aldri voru mættar til að læra hið geysivinsæla Zumba sem farið hefur sigurför um heim allan.

Lóreley Sigurjónsdóttir alþjóðlegur Zumba kennari frá Fitness Bilinu í Hveragerði var í miklu stuði.

Lóreley Sigurjónsdóttir alþjóðlegur Zumba kennari frá Fitness Bilinu í Hveragerði mætti til leiks og kenndi en um undirbúning og skipulagningu sá Linda Björk Ævarsdóttir. Það ríkti mikil gleði og kátína þegar að konurnar reyndu við nýjan takt og spor en voru ekki lengi að ná þessu og dönsuðu af krafti alla helgina.

Það ríkti mikil gleði og kátína í Zumba partíinu í Íþróttahúsinu.

Fleiri fréttir