Fréttir

Lúðarnir fóru á kostum

Fjöldi Skagfirðinga og nærsveitamanna gerði sér glaðan dag síðastliðinn föstudagskvöld og mætti á skemmtikvöldið Lúðar og létt tónlist í Miðgarði. Þar fóru á kostum valinkunnar kempur í tónlist og uppistandi, Hvanndalsbræður, Gísli Einarsson og Sólmundur Hólm.
Meira

Skagfirskir þátttakendur í Local food

Matarkistan Skagafjörður og Rúnalist í Skagafirði voru meðal aðila sem tóku þátt í matarhátíðinni Local Food á Akureyri á laugardaginn var. Hátíðin, sem haldin verður annað hvert ár, er einn stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu.
Meira

Samruni Arion banka og AFLs sparisjóðs samþykktur

Eftirlitsaðilar hafa samþykkt samruna Arion banka og AFLs sparisjóðs. Áður höfðu stjórn Arion banka og fundur stofnfjáreigenda AFLs sparisjóðs samþykkt samruna fyrirtækjanna. Markmið með samrunanum er að tryggja að viðskiptavinum AFLs sparisjóðs standi til boða vönduð og alhliða bankaþjónusta til framtíðar.
Meira

Litið inn til Lilju í Skrautmen - 2. þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í öðrum þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla fáum við að kynnast Lilju Gunnlaugsdóttur, sem rekur handverksfyrirtækið Skrautmen, og líta inn í vinnustofu hennar að Áshildarholti í Skagafirði. Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags.
Meira

Ellert Heiðar í Voice Ísland í kvöld

Sauðkrækingurinn Ellert Heiðar Jóhannsson tekur þátt í keppninni Voice Ísland og kemur fram í fjórða þætti sem sýndur verður á Skjá einum í opinni dagskrá í kvöld.
Meira

Tveir þjálfarar ráðnir fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu

Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Í starfið voru ráðnir tveir heimamenn, þeir Stefán Arnar Ómarsson, fæddur 1982 og Haukur Skúlason, fæddur 1981. Hafa þeir leikið fjölda meistaraflokksleikja með félaginu auk þess að hafa góða þjálfaramenntun.
Meira

1,5 milljón í endurnýjun á sviðsljósabúnaði

Á fundi byggðaráðs Svf. Skagafjarðar í síðustu viku var lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. október 2015 frá Leikfélagi Sauðárkróks þar sem fram kom ósk um endurnýjun á sviðsljósabúnaði í Félagsheimilinu Bifröst.
Meira

Blóðsykurmæling Lions í Skagfirðingabúð

Hinn árlega blóðsykurmæling Lions verður þann 6. nóvember, föstudag kl. 15-17, í Skagfirðingabúð. Allir eru velkomnir og mælingin fólki að kostnaðarlausu.
Meira

Sýningar Kardemommubæjar fara vel af stað

Það var hátíð í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki sl. laugardag þegar Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi fyrir fullu húsi hið sívinsæla barnaleikriti eftir Thorbjørn Egner, Kardimommubæ. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Krabbameinsfélagi Skagafjarðar afhentur fjárstyrkur

Lionsklúbburinn Björk afhenti Krabbameinsfélagi Skagafjarðar á dögunum afraksturinn af pokasölu klúbbsins þetta árið.
Meira