Tveir þjálfarar ráðnir fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu

Stefán Arnar Ómarsson og Haukur Skúlason. Mynd: Tindastóll.
Stefán Arnar Ómarsson og Haukur Skúlason. Mynd: Tindastóll.

Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Í starfið voru ráðnir tveir heimamenn, þeir Stefán Arnar Ómarsson, fæddur 1982 og Haukur Skúlason, fæddur 1981. Hafa þeir leikið fjölda meistaraflokksleikja með félaginu auk þess að hafa góða þjálfaramenntun. 

Báðir hafa þeir þjálfað yngri flokka Tindastóls en síðustu ár hefur Stefán Arnar þjálfað yngri flokka Þróttar í Reykjavík.  Þeir þekkja því innviði félagsins vel og ekki síður leikmenn liðsins.

Knattspyrnudeild Tindastóls telur sjálfsagt og rétt að gefa sínum ungu þjálfurum tækifæri og telur þetta réttan tímapunkt til slíks. Samningur þeirra er til eins árs.

Fleiri fréttir