Fjölgar í starfsliði Blöndustöðvar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.06.2024
kl. 09.05
Rekstur Blöndustöðvar gekk áfallalaust fyrir sig í vetur og snerist að miklu leyti um hefðbundið viðhald. Innrennsli í Blöndulón var hins vegar fremur lítið, því kalt var á hálendinu norðvestanlands; oft snjókoma en sjaldan rigning. Um leið kallaði mikil eftirspurn á mikla orkuvinnslu. Fyrir vikið fór vatnshæð Blöndulóns undir söguleg viðmiðunarmörk í byrjun apríl. Svipaðar aðstæður voru við Fljótsdalsstöð og urðum við því að hægja á orkuvinnslu og skerða afhendingu til stórnotenda. Staða Blöndulóns tók að batna síðasta vetrardag og var vinnsla stöðvarinnar í framhaldinu aukin um þriðjung. Skerðingum var svo aflétt í byrjun maí.
Meira