Fréttir

Plokkað um allt land á sunnudaginn

Stóri plokkdagurinn á Íslandi verður sunnudaginn 28. apríl en þá ætla allir sem vettlingi geta valdið að fara út og plokka. Það geta allir tekið þátt í þessu ótrúlega skemmtilega og nauðsynlega verkefni því ruslið er víða. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur tekið þetta verkefni upp á sína arma og hvetur landsmenn alla; einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði og stofnanir, til að taka þátt.
Meira

Stórtjón á gervigrasvellinum á Króknum

Í leysingunum síðastliðinn laugardag fór gervigrasvöllurinn glæsilegi á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki undir vatn og var völlurinn ekki leikhæfur á sunnudegi. Spilað var á vellinum í gær en ljóst var að völlurinn var ekki í góðu ástandi. „Í morgun mætti galvaskur hópur leikmanna Tindastóls og starfsmenn sveitarfélagsins og flettu gervigrasinu af á parti og kom í ljós að gúmmipúðinn undir er ónýtur,“ tjáði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar, Feyki.
Meira

Einvígi Tindastóls og Aþenu hefst á föstudag

„Einvígi við Aþenu leggst vel í mig. Aþena er með vel mannað lið í öllum stöðum og spila af mikilli ákefð. Það er mikil stemning í kringum bæði þessi lið og heimavöllurinn öflugur þannig að ég á von á hita og látum, bæði á vellinum og í stúkunni,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, en í gær varð ljóst að andstæðingur Stólastúlkna í einvíginu um sæti í Subway-deildinni yrðu lærisveinar Brynjars Karls, Aþena.
Meira

Upplýsingafundur Íslandspósts á Hvammstanga

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Íslandspóstur hefði tekið ákvörðun um lokun fimm pósthúsa á landsbyggðinni og fimm útibúa að auki. Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælti ákvörðun um að loka pósthúsinu á Hvammstanga en fá að öllum líkindum ekki snúið ákvörðuninni. Nú boðar Íslandspóstur til upplýsingafundar í Félagsheimilinu Hvammstanga mánudaginn 29. apríl kl. 17.
Meira

Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.
Meira

Lukkudísirnar voru í liði með FH

Fyrsti leikur Tindastóls í Bestu deild kvenna þetta árið fór fram nú undir kvöld en þá tóku Stólastúlkur á móti liði FH við ágætar aðstæður. Það verður varla annað sagt en að lukkudísirnar hafi verið í liði með gestunum því í það minnsta þrívegis skall boltinn í stangir FH marksins. Það voru hins vegar Hafnfirðingarnir sem gerðu eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik og þrátt fyrir talsverða pressu og nokkur ágæt færi þá tókst liði Tindastóls ekki að jafna.
Meira

Vortónleikar í Blönduóskirkju

Sunnudaginn 28. apríl vera haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða. Mun hann leika vel valin orgelverk.
Meira

Stólastúlkur mæta FH á gervigrasinu klukkan fimm í dag

Leik Tindastóls og FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna sem fram átti að fara kl. 16:00 í gær var frestað sökum vallaraðstæðna á Króknum í gær. Í leysingum laugardagsins skiluðu snjóalög í Grænuklaufinni sér niður á vallarsvæðið og var gervigrasvöllurinn á floti og ekki leikhæfur. Gærdagurinn reyndist þurr og í dag er sól og fínerí og leikurinn mun fara fram í dag og hefst kl. 17:00.
Meira

Nóg af verkefnum framundan hjá Fornverkaskólanum

Það er óhætt að segja að það verður nóg að gera hjá Fornverkaskólanum á árinu. Í lok apríl ætlum við að bregða fyrir okkur betri fætinum og taka stefnuna austur á Seyðisfjörð, þar sem Fornverkaskólinn ætlar að kynna torfarfinn fyrir nemendum LungA lýðskóla. Námskeiðið verður að stórum hluta í máli og myndum og ef veður verður skaplegt og sæmilegt færi verður mögulega hægt að grípa í skóflu og undirristuspaða til ánægju og yndisauka. Setji snjór og vetrarfærð okkur skorður er e.t.v. hægt að fara í tilraunaverkefni með snjóhnausa og streng.
Meira

Heiminn vantar fleiri faðmlög | Leiðari 14. tbl 2024

Faðmlag er eitt af mörgum fallegum orðum í íslenskunni. „Faðmlög eru einstaklega jákvæð leið til samskipta og til að sýna væntumþykju. Vinir faðmast og við sýnum fólkinu okkar væntumþykju með faðmlögum,“ segir á netsíðunni Hjartalíf.is og þar er reyndar sagt að faðmlög minnki hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og losi um streytu. Það eru því fá – ef einhver – lög betri en faðmlögin og þau ættu að ósekju að tróna á toppi vinsældalista okkar íbúa bláa hnattarins.
Meira