Við erum ótrúlega rík af fólki | LS Lulla í spjalli
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
19.04.2024
kl. 14.40
„Litla hryllingsbúðin er skemmtilega fjölbreytt verk með miklum söng og er skemmtileg dramatísk hrollvekja,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir (Lulla), formaður Leikfélags Sauðárkróks, þegar Feykir spyr hana hvað hún geti sagt um Sæluvikustykki LS þetta árið. Æfingar standa nú yfir en frumsýnt verður í Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn í Sæluviku en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Feykis er hér um að ræða 146. sýningu Leikfélags Sauðárkróks frá því það var endurvakið árið 1941.
Meira