Stólastúlkur í stuði og komnar í lykilstöðu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.04.2024
kl. 21.52
Í kvöld mættust lið Tindastóls og Snæfells öðru sinni í fjögurra liða úrslitum um sæti í efstu deild körfunnar. Lið Tindastóls sótti sterkan sigur á heimavöll Snæfells í fyrsta leik og í kvöld bættu Stólastúlkur um betur og unnu öruggan sigur þar sem þær leiddu allan leikinn. Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrsta leikhluta þar sem heimastúlkur náðu 16 stiga forystu. Lokatölur voru 75-60 og staðan í einvíginu því 2-0 fyrir Tindastól.
Meira