Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.04.2024
kl. 15.28
Það eru sviptingar í stjórnmálunum þessa dagana. Í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir, sem verið hefur forsætisráðherra síðustu sex og hálft árið í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, ákvað að venda sínu kvæði í kross og gefa kost á sér í embætti forseta Íslands, baðst hún um helgina lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Guðni forseti féllst á beiðnina en bað Katrínu að gegna embætti þar til ríkisstjórnarflokkarnir réðu ráðum sínum. Nú hafa flokkarnir þrír komist að niðurstöðu og mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taka við stöðu forsætisráðherra.
Meira