Sundurlaus samtöl Unu Torfa í Sauðárkrókskirkju
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
15.07.2024
kl. 15.50
Ein af skærustu stjörnunum í íslensku tónlistarlífi síðustu misserin er Una Torfadóttir og hún er á einnar viku tónleikaferðalagi um landið sem hún kallar Sumartúr. Hún ætlar í kirkju á föstudagskvöldið, nánar tiltekið Sauðárkrókskirkju en þar ætlar hún að halda tónleika. Una gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl. Á túrnum ætlar Una að ferðast um með gítarleikaranum og kærasta sínum, Hafsteini Þráinssyni, og flytja plötuna í einföldum og fallegum búningi.
Meira
