Vegagerðin býður upp á SMS þjónustu ef það er snjóflóðahætta á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.12.2023
kl. 15.20
Þeir sem ferðast mikið á milli landshluta hér á Norðurlandi yfir vetrartímann er bent á að Vegagerðin býður öllum sem óska eftir því að fá tilkynningar í gegnum SMS um hættustig vegna snjóflóða á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla að hafa samband í síma 1777 eða með tölvupósti á netfangið umferd@vegagerdin.is. Það er því um að gera að nýta sér þessa þjónustu því það er aldrei að vita nema þetta eigi eftir að koma sér vel þegar og ef hætta stafar á á þessu svæði.
Meira