Fréttir

Rabb-a-babb 220: Eva Guð

„Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir en alltaf kölluð Eva en Guð má fylgja með ef hann kýs svo,“ svarar Eva þegar hún er spurð að nafni. Hún býr á Skagaströnd „...eða paradís eins og margir kalla,“ segir hún. Eva er fædd árið 1986, rétt eftir að Wham! sungu sitt síðasta á Wembley í London, og er í sambúð með Jonna sínum, á tvo börn, fimm stjúpbörn og tvo skáömmudrengi.
Meira

Lærði krosssaum fyrir ári!

Kári Steindórsson flutti aftur heim á Krókinn eftir að hafa búið í Vestmanneyjum þegar hann hætti að vinna 2013. Kári var lengi til sjós og þekkir illa að sitja við og hafa ekkert fyrir stafni. Þegar fæturnir fara að láta undan og ekki hægt að vinna lengur þau störf sem áður voru unnin þarf að finna sér eitthvað til til handagagns. Kári fékk stelpurnar í Dagvistinni eins og hann kallar þær sjálfur til að kenna sér að sauma út og hefur nú lokið við „Litla riddarateppið“ sem er alls ekki svo lítið.
Meira

BÓKHALDIÐ | „Svaf varla meðan ég var að gúffa í mig góðgætinu“

Þá stendur hið kyngimagnaða jólabókaflóð í hæstu hæðum og ekki annað í stöðunni en að kasta fyrir einn af stórlöxum tímabilsins. Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl var klár í að gera upp Bók-haldið í Feyki, enda ferskur og sprækur eftir upplestursrúnt kringum landið. Hann er fæddur og búsettur á Ísafirði, árgerð 1978, en kannast ekki við nein markverð tengsl við Norðurland vestra.
Meira

Heklar töskur úr plastpokum

Á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki býr Rakel Ágústsdóttir sem heklar töskur úr plastpokum. Blaðamaður hitti Rakel á herberginu hennar á deild 5 og spjallaði við hana um þessar ótrúlegu töskur sem hún er að búa til. Rakel er svo sannarlega ekki nýbyrjuð að hekla úr plasti en hún heklaði mottur og töskur fyrst þegar mjólkin var í plastpokum.
Meira

Þorláksmessa

Í dag er Þorláksmessa og margir sem hafa það fyrir sið að skreyta jólatréð og gera síðustu jólagjafainnkaup sín á þessum degi og leggja lokahönd á undirbúning jólanna. En vitum við af hverju þessi dagur heitir Þorláksmessa? Kaþólskur siður var afnuminn á Íslandi árið 1550 en þó er enn að vissu leyti haldið upp á messu íslenska dýrlingsins Þorláks helga á messudegi hans þann 23. desember ár hvert, en þetta vissu nú allir....
Meira

Heiðdís Pála Áskelsdóttir vann söngkeppni Friðar 2023

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar var haldin í Miðgarði Varmahlíð föstudagskvöldið 15. desember sl. og var hin glæsilegasta. Alls voru ellefu söngatriði og eiga allir þátttakendur risa hrós skilið fyrir framlag sitt því mikið hugrekki þarf til að standa uppi á sviði fyrir framan jafnaldra sína og syngja.
Meira

Jólapeysan hennar Ingu Heiðu bar sigur úr býtum

Feykir sagði frá því fyrir nokkrum dögum síðan að Inga Heiða Halldórsdóttir frá Miklabæ í Óslandshlíðinni hafi tekið þátt í leik sem Pósturinn setti á laggirnar en það var leitin að svakalegustu jólapeysunni.
Meira

Nú fer sól að hækka á ný

Þar sem vetrarsólstöður voru í gær á norðurhveli jarðar þá tekur sól að hækka á lofti á ný sem er gott að heyra því óvenju dimmt hefur verið sl. vikur því lítið hefur verið af hvíta gullinu þennan veturinn fyrir utan nokkra daga.
Meira

Gul veðurviðvörun tekur gildi aðfaranótt aðfangadags á Norðurlandi vestra

Á vef Veðurstofunnar segir að gul veðurviðvörun taki gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum þann 24. des. kl. 00:00 og standi yfir til kl. 22:00 sama dag. Þá verður hvöss norðanátt og snjókoma eða norðan 15-23 m/s og snjókoma vestantil á svæðinu og útlit fyrir léleg akstursskilyrði og jafnvel ófærð. Gera má ráð fyrir veðraskilum innan svæðisins og líkur eru á að austantil á svæðinu verði lengst af minni vindur og úrkoma.
Meira

2 dagar til jóla

Obbosí... aðeins tveir dagar til jóla:)
Meira