Fréttir

Til stuðnings konum sem verða fyrir kynferðislegum árásum og misnotkun eða áreitni

„Þetta merki er krafa um kvenréttindi, sett fram í kjölfar þess sem gerðist á úrslitaleik Heimsmeistaramóts kvenna. Leikmaður spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari, Jennifer Hermoso, varð fyrir líkamlegri áreitni af hendi forseta spænska knattspyrnusambandsins,“ tjáði Marta Vives, leikmaður Tindastóls, blaðamanni Feykis en hún og stalla hennar, Beatriz Salas báðu um að fá þessa mynd tekna af þeim.
Meira

Torfarfurinn - Varðveisla byggingarhandverks

Málþingið Torfarfurinn - Varðveisla byggingarhandverks verður í Kakalaskála í Skagafirði þann 4. september næstkomandi. Umfjöllunarefnið er varðveisla byggingarhandverks þar sem torfarfurinn verður í fyrirrúmi. Dagskrá málþingsins má sjá meðfylgjandi og skráning er hafin.
Meira

Ætlar þú til Eistlands að elta Stólana í Evrópuævintýrinu?

Það vita flestir sem fylgst hafa með Íslandsmeistaraliði Tindastóls að liðið tekur þátt í Evrópukeppni FIBA 2023. Tindastóll leikur í C riðli forkeppninnar og fara leikirnir fram í Pärnu í Eistlandi dagana 3. og 4. október. Körfuknattleiksdeild Tindastóls, í samstarfi við VERDI ferðaskrifstofu, hefur búið til pakkaferð á þetta spennandi ævintýri Stólanna og hefst sala á þeim klukkan 16 í dag.
Meira

Dagurinn var ein stór gleðisprengja

Síðastliðinn fimmtudag var í fyrsta skipti haldið Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Sauðárkróki. Það var hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem héldu utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín.
Meira

Sex mörk og þrjú rauð spjöld í hasarleik í Hveró

Tindastólsmenn héldu í Hveragerði í gær og það var engin aslöppunarferð. Þeirra biðu hungraðir Hamarsmenn sem kalla ekki allt ömmu sína í boltanum. Samkvæmt upplýsingum Feykis var leikurinn kaflaskiptur. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem tóku stigin með sér norður og halda því enn í vonina um sæti í 3. deild. Lokatölur voru 2-4.
Meira

Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er

Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni.
Meira

Opið hús hjá Nes Artist Residency á sunnudaginn

Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd stendur fyrir opnu húsi síðdegis á sunnudaginn og hvetur fólk til að brjóta upp daginn sinn og kíkja í heimsókn á vinnustofu listamannanna sem nú dvelja hjá þeim og sjá að hverju þessi fjölbreytti hópur er að vinna.
Meira

Frítt á völlinn í boði VÍS þegar Stólastúlkur fá Þór/KA í heimsókn

Síðasta umferðin í deildarkeppni Bestu deildar kvenna fer fram á sunnudaginn. Lið Tindastóls á þá heimaleik gegn sameinuðu liði Þórs/KA en leikurinn hefst kl. 14:00. Ljóst er að Stólastúlkur munu leika í fjögurra liða úrslitakeppni um að forðast fall í Lengjudeildina og því skiptir hvert stig máli. Það er því gott framtak hjá VÍS að bjóða stuðningsfólki á leikinn.
Meira

Þungbær heimsókn Húnvetninga í Sandgerði

Toppliðin í 3. deildinni í knattspyrnu mættust á Brons-vellinum í Sandgerði í gær en þar var um að ræða lið heimamanna í Reyni og húnvetnsku gæðingana í liði Kormáks/Hvatar. Með sigri hefðu gestirnir jafnað Reynismenn að stigum á toppi deildarinnar en sú varð ekki raunin þó um hörkuleik hefði verið að ræða. Sandgerðingar höfðu betur, 3-2, eftir mikinn hasar þar sem tveir gestanna fengu að líta rauða spjaldið.
Meira

Uppbyggingarverkefni í ferðaþjónustu

Á heimasíðu Skagafjarðar er auglýst eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust.
Meira