Fréttir

Við ætlum okkur bikarinn

„Þetta lið er náttúrulega stórkostlegt og [stelpurnar] eiga þetta svo sannarlega skilið. Þvílík samheldni, barrátta og hrein gæði sem skila þessu hjá þeim. Stórkostleg blanda af leikmönnum og allt teymið i kringum liðið er alveg frábært.,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann eftir leikinn í kvöld hvað hann gæti sagt um liðið sitt sem þá var nýbúið að endurheimta sæti sitt í efstu deildinni í kvennaknattspyrnunni.
Meira

Stólastúlkur á fljúgandi siglingu upp í Bestu deildina

Kvennalið Tindastóls sýndi fádæma öryggi í kvöld þegar þær heimsóttu lið Augnabliks á Kópavogsvöll. Það var ljóst fyrir umferðina að sigur í Kópavogi mundi tryggja Stólastúlkum sæti í Bestu deild kvenna að ári og það var hreinlega aldrei spurning hvort liðið tæki stigin í kvöld. Lið Tindastóls tók snemma völdin í leiknum og þær voru 0-4 yfir í hálfleik. Heldur hægðist á leiknum í síðari hálfleik en stelpurnar bættu við einu marki, sigruðu því 0-5 og eru í góðum gír að mæta toppliði FH á Króknum um næstu helgi – sigur tryggir Stólastúlkum efsta sætið í Lengjudeildinni.
Meira

Líf atvinnumanns í fótbolta er bæði skrítið og mikið ævintýri

Nú í leikmannaglugganum í júlí var ákveðið að styrkja lið Stólastúlkna fyrir lokaátökin í Lengjudeildinni. Rakel Sjöfn Stefánsson kom frá liði Hamranna á Akureyri en hún hafði spilað með liði Tindastóls sumarið 2020 og tvær stúlkur komu alla leið frá Ástralíu; hin 18 ára ástralska/maltneska Claudia Jamie Valetta og hin þrítuga Melissa Alison Garcia. Hún er bandarísk að uppruna, frá San Diego í Kaliforníu, en er einnig með lúxemborgskt vegabréf. Hún spilar ýmist á miðjunni eða frammi og er kraftmikill reynslubolti en hún er þegar búin að skora tvö mörk í fimm leikjum með Stólastúlkum.
Meira

Örugg atvinnutækifæri og heildræn heilbrigðisþjónusta til framtíðar :: Áskorandapenninn Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir Húnaþingi vestra

Nú þegar sveitarstjórnarkosningar eru nýafstaðnar verður fróðlegt að fylgjast með efndum kosningaloforða og vinnu þeirra flokka sem náðu kjöri til sveitarstjórnar. Þar vonast ég sérstaklega eftir átaki til atvinnu- og búsetumála hér í sveitarfélaginu en það eru grunnstoðir og burðarvirki hvers sveitarfélags. Með öruggri atvinnu og húsnæði hefur fólk tækifæri til að setjast að og lifa af.
Meira

Allt Tindastólsfólk á Kópavogsvöll í kvöld

Það styttist óðfluga í fótboltatímabilinu. Karlalið Tindastóls hefur lokið leik í 4. deildinni þar sem ekki náðist sá árangur sem að var stefnt. Lið Kormáks/Hvatar spilar næstsíðasta leik sinn í 3. deildinni um helgina en spennan er mest í kringum kvennalið Tindastóls sem spilar við lið Augnabliks á Kópavogsvelli í kvöld. Ef stelpurnar ná að vinna leikinn þá hafa þær tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. Stuðningsfólk Tindastóls er því hvatt til að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja Stólastúlkur en leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni í kvöld

Ef menn þyrstir á ný í körfubolta eftir spennu og naglanögun vorsins þá geta þeir hinir sömu tekið gleði sína í kvöld. Þá kemur lið Hattar frá Egilssöðum í Síkið og spilar æfingaleik við lið Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:30.
Meira

Sýslumaður Íslands verður á Húsavík

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra sé búinn að ákveða hvar sýslumaður Íslands verði staðsettur eftir boðaða sameiningu allra sýslumannsembætta landsins undir eina stjórn. Er ákvörðun ráðherra m.a. byggð á greiningu Byggðastofnunar.
Meira

Sjöundi tapleikur Kormáks/Hvatar í röð kom í Árbænum

Lið Húnvetninga spilaði tuttugasta leik sinn í 3. deildinni sl. miðvikudagskvöld en lið Kormáks/Hvatar hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið. Þeir mættu til leiks með nokkuð laskaðan hóp í Árbæinn þar sem lið Elliða beiða eftir þeim en Árbæingarnir voru aðeins með stigi meira en gestirnir og mátti því búast við jöfnum leik. Svo fór ekki því heimamenn náðu fljótt yfirhöndinni og unnu að lokum 4-1 sigur.
Meira

Upphafsfundur rammasamnings með sveitarfélögum um aukið framboð á húsnæði

Næstkomandi mánudag 12. september kl.12.00 verður haldinn upphafsfundur um rammasamning á milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032. Fundurinn verður haldinn hjá HMS í Borgartúni 21 en honum verður jafnframt streymt í gegnum Teams.
Meira

Svipmyndir frá vel heppnaðri Dylanhátíð á Skagaströnd

Bob Dylan er án efa einn merkasti listamaður samtímans. Hann er búinn að vera lengi að. Gefið út plötur í 60 ár og verið skrýddur flestum verðlaunum og enn er í fersku minni þegar hann var of upptekinn að mæta til að taka á móti nóbelsverðlaununum. Árið 2021 náði hann þeim merka áfanga að verða áttræður. Þá stóð til að halda hátíð honum til heiðurs á Skagaströnd en það þurfti að fresta henni þegar enn ein bylgja veirunnar lét á sér kræla.
Meira