Fréttir

Stokkað upp í rekstri Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur verið starfrækt í ríflega tvo áratugi en það var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2006 var það gert að sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Nú er setrið á krossgötum þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fjármögnun á rekstur þess. Vegna óvissu sem ríkti um reksturinn fyrr á árinu var forstöðumanni setursins, Kristni Hugasyni, sagt upp störfum og því verið lokað tímabundið a.m.k.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar árið 2022 voru veittar í Húsi frítímans fimmtudaginn 8. september og voru viðurkenningarnar sjö að þessu sinni. Þetta var átjánda árið sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda að tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Meira

Aldrei of seint að gefast upp :: Áskorendapenninn Viktoría Blöndal Blönduósingur

...var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ástkær vinkona mín, Anna Margrét, skoraði á mig að vera áskorendapenni í Feyki. Ég man þá tíð þegar hún skoraði á mig að drekka heila flösku af gull kampavíni í skottinu á jeppa á Skagaströnd en nú er skorað á mig til að skrifa í héraðsblaðið Feyki.
Meira

Friðrik Þór temur og kennir við Wiesenhof-búgarðinn í Þýskalandi

Síðast var Dagur í lífi í heimsókn hjá Björk Óla og Sossu á bráðadeildinni í Sacramento í Bandaríkjunum en þaðan einhendumst við hálfan hnöttinn og lendum í Þýskalandi. Þar snögghemlum við í þorpinu Marxzell-Burbach nyrðst í Svartaskógi, skógi vöxnum fjallgarði í suðvesturhorni Þýskalands. Við bönkum upp á hjá Friðriki Þór Stefánssyni, 27 ára gömlum skagfirskum tamningamanni og reiðkennara við einn stærsta Íslandshesta-búgarð landsins.
Meira

Matgæðingur í tbl 21 - Misgáfulegir pastaréttir Dósa

Matgæðingur vikunnar í tbl 21 á þessu ári var Sæþór Már Hinriksson en hann starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls ásamt því að skemmta fólki með tónlistarflutningi þegar hann má vera að og námsmaður með meiru. Sæþór er í sambúð með Karen Lind Skúladóttur og eiga þau eina dóttur saman, Sölku Sæþórsdóttur.
Meira

Augnablik lagði lið Kormáks/Hvatar í Fífunni

Næstsíðasta umferðin í 3. deild karla í knattspyrnu fór fram í dag en þá fór Kormákur/Hvöt í Kópavoginn þar sem þeir mættu liði Augnabliks. Síðustu vikur hafa verið liði Húnvetninga erfiðar og ekki náðist í stig í dag þegar áttundi tapleikurinn í röð leit dagsins ljós en lokatölur voru 4-1 fyrir heimaliðið. Staða liðsins í fallbaráttunni batnaði þó þrátt fyrir tapið þar sem bæði lið KH og Vængir Júpiters töpuðu sínum leikjum. Lið KH féll þar með í 4. deild og átta marka sveiflu þarf til, til að Vængirnir komist upp fyrir Kormák/Hvöt á stigatöflunni.
Meira

Haustbragur á Tindastólsmönnum í tapi gegn Hetti

„Fyrst og fremst var gaman að koma aftur íþróttahúsið og hitta stuðningsmennina og allt fólkið sem hjálpar til við alla umgjörð heimaleikjanna,“ tjáði Helgi Margeirs, aðstoðarþjálfari Stólanna í körfunni, Feyki þegar forvitnast var um leik Tindastóls og Hattar sem spilaður var í Síkinu í gærkvöldi. Gestirnir höfðu betur í leiknum, 74-88, en Helgi segir að leikurinn hafi spilast að miklu leiti eins og við mátti búast hjá Stólunum. „Spilið var stirt og hægt á löngum köflum en inn á milli birti til og við sáum glitta i það sem við viljum gera þegar líður á og liðið slípast saman.“
Meira

Elskar að kenna í listavali í Árskóla

Ásta Búadóttir býr á Sauðárkróki, er alin upp á Hvalnesi á Skaga, en flutti tvítug til Sauðárkróks. Bjó í fjögur ár á Höfn í Hornafirði, þar sem hún hóf sinn búskap, en flutti aftur í Skagafjörðinn. Árið 1991 flutti hún til Reykjavíkur í nám, en kom svo aftur eftir námið og hefur verið í Skagafirðinum síðan. Hún er matreiðslumeistari og kennari í Árskóla.
Meira

Folsom Prison Blues var fyrsta lagið sem Inga fílaði í botn / INGA SUSKA

Að þessu sinni er það Inga Rós Suska Hauksdóttir sem svarar Tón-lystinni en hún er Blönduósingar, fædd 2006. Hún er því alveg 16 ára gömul og þegar farin að láta til sín taka músíkinni. Hún steig á stokk á Húnavöku nú í sumar við fínar undirtektir og söng sig inn í hjörtu viðstaddra við gítarundirleik Elvars Loga tónlistarkennara. Í haust stefnir Inga síðan á söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri og ætlar að stunda nám á sviðslistabraut við MA. „Ég er rosalega spennt fyrir því!“ sagði hún þegar blaðamaður Feykis lagði fyrir hana nokkrar spurningar í Facebook-skilaboðum í lok júlí.
Meira

Kolefnisjafna rúntana :: Áskorandapenninn Jón Marz Eiríksson brottfluttur Skagfirðingur

Ég er fæddur á Hvammstanga og ólst fyrstu ár mín upp á Síðu og svo í Bjarghúsum við Vesturhópsvatn, Birna Jónsdóttir móðir mín er þaðan en Eiríkur Jónsson frá Fagranesi er faðir minn. Þegar ég var níu ára gamall fluttum við á Sauðárkrók og voru það talsverð viðbrigði. Það er margt búið að breytast á Króknum síðan þá og nýjasta breytingin sem ég tók eftir er að gamla barnaskólanum er búið að breyta í íbúðir.
Meira