Fréttir

Nokkur lítil skref fyrir rollu...

Flestir Króksarar, og Herra Hundfúll þar með talinn, hafa í gegnum tíðina glott við tönn og jafnvel gert góðlátlegt grín að heimsóknum sauðfjár inn í bæ þó ýmsir hafi haft þessar heimsóknir á hornum sér. Nöldrandi eigendur fasteigna á Nöfum hafa mætt litlum skilningi og fengið litla hjálp í viðureignum sínum við rolluvarginn sem gengur makindalega um og nagar trjágróður, tjaldvagma og annað girnilegt...
Meira

Samtalið hafið um aðlögun sveitarfélaga að breyttum heimi

Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki bæði með beinum og afleiddum hætti og byggja þarf upp þekkingu á því hver möguleg áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið á byggðir landsins. Þetta var meðal umræðuefna á fundinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið, sem haldin var á Grand hótel í gær.
Meira

Hver er fugl ársins að þínu mati?

Kosningin á Fugli ársins er hafin og stendur til 12. september nk. Það er Fuglavernd sem stendur að keppninni og að þessu sinni eru það auðnutittlingur, himbrimi, hrafn, hrossagaukur, jaðrakan, kría og maríuerla sem keppa um að verma hæstu fuglaþúfuna 2022.
Meira

Unnur Valborg tekin við sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Kosið var til sveitarstjórna um allt land í byrjun sumars og eins og gengur urðu alls konar hrókeringar varðandi sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sem gegndi starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og í framhaldinu var Unnur Valborg Hilmarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri SSNV, ráðin sveitarstjóri og tók hún til starfa nú í byrjun september.
Meira

Skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi

Á vef Blönduóss segir af því að í síðustu viku komu aðilar frá InfoCapital, með heimamennina Reyni Grétarsson og Bjarna Gauk Sigurðsson í fararbroddi, í heimsókn á Blönduós ásamt aðilum frá Minjastofnun til að skoða þau hús sem InfoCapital hefur fest kaup á í gamla bænum. Tækifærið var notað til að skrifa undir viljayfirlýsingu um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.168 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. september 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 533 íbúa, samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 209 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.219 íbúa eða um 6,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 20 eða 0,4%.
Meira

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival fer fram 7.-9. október

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 7.-9. október nk. Á hátíðina kemur fjöldi erlendra listamanna og brúðuleikhópa sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir, á meðan á hátíðinni stendur.
Meira

Garðbæingar gerðu fjögur mörk í síðari hálfleik á Blönduósi

Það var spilað í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti sprækum Garðbæingum í liði KFG. Gestirnir eygja enn möguleika á að næla í sæti í 2. deild og leikurinn því mikilvægur fyrir þá. Heimamenn geta tæknilega séð enn fallið í 4. deild en þá þurfa svo óvæntir hlutir að gerast að það yrði rannsóknarefni ef svo færi. Markalaust var í hálfleik en lið KFG fann mark heimamanna fjórum sinnum í síðari hálfleik og fór því heim með stigin þrjú. Lokatölur 0-4.
Meira

Björgunarsveitastarf er fyrir alla :: Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Fréttir af starfsemi björgunarsveita rata oft í fjölmiðla enda miðar hún að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring, eins og segir á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL), landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Meira

Hvíti riddarinn með undirtökin gegn Stólunum

Tindastóll fékk Hvíta riddarann úr Mosfellsbæ í heimsókn í dag í átta liða úrslitum í úrslitakeppni 4. deildar. Heimamenn voru töluvert öflugri í fyrri hálfleik en engu að síður 1-2 undir í hálfleik. Gestirnir voru grimmari í síðari hálfleik en heimamenn fengu færi til að jafna undir lokin en allt kom fyrir ekki. Lokatölur því 1-2 og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að gera betur í Mosó á þriðjudaginn ef þeir ætla sér lengra í úrslitakeppninni.
Meira